Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 725  —  454. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um sjóflutninga fyrir bandaríska varnarliðið á Íslandi.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hversu mörg kaupskip annast þau 65% sjóflutninga fyrir Bandaríkjaher sem féllu í hlut Íslendinga eftir síðasta útboð? Undir hvaða fána sigla þessi skip og hverrar þjóðar eru áhafnirnar?
     2.      Hversu mörg skip annast þau 35% sjóflutninganna sem féllu í hlut Bandaríkjamanna? Undir hvaða fána sigla þessi skip og hverrar þjóðar eru áhafnirnar?
     3.      Fellur það fyrirtæki sem nú annast íslenska hluta sjóflutninganna fyrir Bandaríkjaher undir ákvæði l-liðar 1. gr. laga um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, nr. 82/2000, þ.e. telst það til íslenskrar útgerðar?


Skriflegt svar óskast.