Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 829  —  533. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um rannsóknir á útbreiðslu krabba, beitukóngs og öðuskeljar við Ísland.

Frá Adolf H. Berndsen.



     1.      Eru fyrirhugaðar rannsóknir á útbreiðslu og veiðanleika trjónukrabba, beitukóngs, öðuskeljar og fleiri krabba og skeldýra hér við land?
     2.      Er hugsanlegt að slíkum rannsóknum verði flýtt í ljósi erfiðrar stöðu rækjuveiða víða á innfjarðamiðum?
     3.      Liggja fyrir athuganir á hvernig best megi nýta fyrrgreindar tegundir ef þær eru í veiðanlegu magni við strendur Íslands?
     4.      Hefur verið kannað hvaða umhverfiskröfur eru gerðar til að þessar tegundir megi nota til manneldis ef þær eru veiddar?


Skriflegt svar óskast.