Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 910  —  581. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um frestun á verkfalli fiskimanna.

Frá minni hluta sjávarútvegsnefndar.



    Stjórnarandstaðan lýsir andstöðu sinni við það að enn á ný skuli ríkisstjórnin beita sér fyrir því að Alþingi setji lög á kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna þegar til verkfalls er komið. Nú hefur verkfallið aðeins staðið yfir í rúma þrjá sólarhringa þegar ríkisstjórnin ákveður að fresta því til 1. apríl nk.
    Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja telur stjórnarandstaðan fulla ástæðu til að óttast að inngrip ríkisstjórnarinnar muni leiða til þess að samningar dragist enn frekar á langinn en ella hefði orðið því að nokkur skriður virðist hafa verið kominn á viðræðurnar. Samkvæmt upplýsingum frá deiluaðilum virðist sem ekkert samráð hafi verið haft við þá þegar ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að leggja frumvarp fyrir Alþingi sem kvæði á um frestun verkfalls fiskimanna.
    Meginreglan í vinnurétti er sú að aðilar fái frið fyrir ríkisvaldinu til að semja um kaup og kjör. Það er ábyrgðarhluti að grípa inn í kjaradeilur og í raun lítilsvirðing við samningsaðila að gefa þeim ekki svigrúm til samninga. Aðferð ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður er sérstaklega ámælisverð þar sem hún er tekin í algeru tómarúmi og án tengsla við þann veruleika að hreyfing var komin á viðræður. Stjórnarandstaðan lýsir allri ábyrgð á hendur ríkisstjórnarinnar og mun því greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
    Árni Steinar Jóhannsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur áliti þessu.


Alþingi, 19. mars 2001.



Svanfríður Jónasdóttir,


frsm.


Lúðvík Bergvinsson.


Guðjón A. Kristjánsson.