Ferill 656. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1190  —  656. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2001.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar og Heiðar Ásberg Atlason frá utanríkisráðuneyti og Jóhann Sigurjónsson og Ástu Guðmundsdóttur frá Hafrannsóknastofnuninni.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á nokkrum samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2001.
    Hinn 6. maí 1996 var undirrituð í Ósló bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi. Aðilar eru strandríkin fjögur, Ísland, Færeyjar, Noregur og Rússland. Þau skuldbinda sig í bókuninni til að starfa saman að verndun síldarstofnsins, skynsamlegri nýtingu hans og stjórn veiða úr honum í því skyni að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma.
    Á fundi aðila í október á síðasta ári náðist samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2001. Heildaraflamarkið var ákveðið 850.000 lestir en það var 1.250.000 lestir árið 2000. Því er um 400.000 lesta samdrátt að ræða.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir,


með fyrirvara.

Jónína Bjartmarz.


Einar K. Guðfinnsson.



Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.

Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.






Prentað upp.