Ferill 17. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1203  —  17. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um atvinnuuppbyggingu og þróun sjálfbærs samfélags í Hrísey.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Áformi átaksverkefni, Eyþingi, þróunarsviði Byggðastofnunar og Byggðastofnun.
    Tillögugreinin miðar að því að efla atvinnuuppbyggingu í Hrísey og þróun sjálfbærs samfélags á eynni í anda Staðardagskrár 21.
    Nefndin tekur undir heildarmarkmið flutningsmanna með tillögunni þótt hún fallist ekki á allar þær leiðir sem lagðar eru til í greinargerðinni.
    Nefndin leggur til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Árni Steinar Jóhannsson.



Bryndís Hlöðversdóttir.


Svanfríður Jónasdóttir.


Ísólfur Gylfi Pálmason.


    

Drífa Hjartardóttir.


Pétur H. Blöndal.
















Prentað upp.