Samgönguáætlun

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 17:12:25 (3586)

2002-01-24 17:12:25# 127. lþ. 60.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv., 385. mál: #A lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.# (breyting ýmissa laga) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[17:12]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ... (RG: Nei, það er ný ræða.) Virðulegi forseti. Ég hélt að ég mætti svara andsvari. (RG: Þú mátt það.) En ég vil bara undirstrika það að hv. þm. sagði í ræðu sinni að ég hefði notað tækifærið sérstaklega til þess að reka hornin í höfuðborgina, og ég var að mótmæla því og ég færði fyrir því rök hvers vegna ekki hefði náðst að vinna ákveðið umferðarmannvirki og það er bara staðreynd og því verður ekkert í móti mælt.

Hins vegar get ég tekið það fram að hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir er alveg sérstaklega málefnaleg í umfjöllun sinni, og ég þekki ekkert annað til hennar. Þess vegna kom mér þessi athugasemd hennar mjög mikið á óvart og taldi að það væri kannski bara liður í málflutningi samfylkingarmanna að halda þessu jafnan til haga.

Hvað um það, ég vil bara að lokum þakka fyrir þessa umræðu, og vona að þetta mál fái skjóta afgreiðslu.