Samstarf fagstétta í heilsugæsluþjónustu

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 15:47:20 (3711)

2002-01-29 15:47:20# 127. lþ. 62.8 fundur 55. mál: #A samstarf fagstétta í heilsugæsluþjónustu# þál., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[15:47]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs til að lýsa yfir stuðningi mínum við þáltill. Það er orðið mjög brýnt að við styrkjum heilsugæsluna og séð verði til þess að staðið verði við það sem nú þegar er í lögum um starfsemi á heilsugæslustöðvum, því eins og við vitum þá er í lögum um heilsugæsluna gert ráð fyrir að í ákveðnum stöðvum sé sjúkraþjálfun og jafnvel iðjuþjálfun. Og auðvitað þarf að auka fagþjónustu innan heilsugæslunnar. Ég styð þetta því heils hugar.

En vegna þess samkomulags sem hefur orðið um tímann sem gefinn er til að ræða hér þingmannamál, þá ætla ég ekki að fara nánar út í það. En segi það hér með aftur að ég tel þetta vera mjög brýnt mál sem hér er farið fram á að unnið verði í sambandi við heilsugæsluþjónustuna og samstarf við fagstéttir.