Útlendingar

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 14:48:55 (4032)

2002-02-05 14:48:55# 127. lþ. 69.3 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[14:48]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Kannski er ekki miklu við þetta að bæta. Ég held að hæstv. ráðherra hafi hér gefið mjög skýr svör. Það er augljóst að vegna breyttra aðstæðna í umhverfinu vilja íslensk stjórnvöld herða reglur gagnvart útlendingum. Hæstv. ráðherra hefur hvatt til þess að allshn. herði á þeim reglum sem lagt hefur verið upp með.

Aðeins vegna upphafsorða hæstv. ráðherra þá held ég að hæstv. ráðherra viti mætavel að þau mál sem ekki er lokið, þ.e. fái þau ekki afgreiðslu þingsins, daga uppi af hvaða ástæðum sem það er.