Kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 15:01:11 (4165)

2002-02-06 15:01:11# 127. lþ. 71.3 fundur 324. mál: #A kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[15:01]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Í fyrsta lagi vil ég koma því á framfæri við hæstv. ráðherra hvort honum finnist ekki að þrjú ár í kynningu séu farin að vinna á móti því markmiði sem þál. var um, að hér skyldi hefja hvalveiðar sem fyrst? Eru það fjögur ár sem samrýmast því markmiði eða fimm ár? Hvenær á að uppfylla þessa ályktun Alþingis?

Í öðru lagi: Ætlar ráðherrann að bíða eftir samþykki einhverra þjóða um að þær séu sammála því að við hefjum veiðar og þá hverra?