Einkarekstur göngudeildar við Landspítala -- háskólasjúkrahús

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 15:21:03 (4177)

2002-02-06 15:21:03# 127. lþ. 71.4 fundur 303. mál: #A einkarekstur göngudeildar við Landspítala -- háskólasjúkrahús# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., LMR
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[15:21]

Lára Margrét Ragnarsdóttir:

Hæstv. forseti. Sjúkrahúsin bera gríðarlegar fjárfestingar í ýmsum hátæknibúnaði og aðstöðu. Mikið af þessari fjárfestingu hefur ekki verið fullnýtt eins og eðlilegt þætti í öðrum rekstrarformum þrátt fyrir að næg verkefni séu fyrir hendi. Þetta er m.a. vegna takmarkaðs ramma fjárlaga.

Ég tel eðlilegt að skoða mun betur hvort ekki sé þjóðhagslega hagkvæmt að leigja út vannýtta aðstöðu sjúkrahúsanna til tiltekins rekstrar. Sú leiga tel ég að yrði þó að vera háð því skilyrði að nema sambærilegum kostnaði af sams konar rekstri ef hann væri eða ef hann er einkarekinn, en ekki á undirverði.