Yfirlýsing frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs

Fimmtudaginn 07. febrúar 2002, kl. 15:26:29 (4271)

2002-02-07 15:26:29# 127. lþ. 73.93 fundur 321#B yfirlýsing frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs# (um fundarstjórn), GHall
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 127. lþ.

[15:26]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég tek undir það að það er í hæsta máta óeðlilegt af hv. þingmönnum Vinstri grænna að koma með þetta mál inn á þingið vitandi að forseti þingsins hefur fjarvistarleyfi. Ég er alveg sannfærður um að hefði þingmaður komið upp í ræðustól til að gera athugasemdir við störf einstakra þingmanna Vinstri grænna að þeim fjarstöddum þá hefðu þeir eitthvað látið heyra frá sér. Ég lýsi megnustu andúð minni á þessum vinnubrögðum. Það er ekki drengilegt að haga sér svona.