Val á skipi til að sinna áætlunarsiglingum Herjólfs tímabundið

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 19:02:54 (4569)

2002-02-13 19:02:54# 127. lþ. 77.17 fundur 415. mál: #A val á skipi til að sinna áætlunarsiglingum Herjólfs tímabundið# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[19:02]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Vegna fyrirspurnar hv. þm. Margrétar Frímannsdóttur ber þess að geta að lögð verður áhersla á að sinna þjónustunni með því skipi sem leysir Herjólf af þannig að uppfyllt verði sú þörf sem verður til staðar á þeim tíma þegar skipið fer í slipp. Aðrar ákvarðanir hafa ekki verið teknar.