Bann við umskurði stúlkna

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 19:31:09 (4582)

2002-02-13 19:31:09# 127. lþ. 77.21 fundur 419. mál: #A bann við umskurði stúlkna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[19:31]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og ég þakka þá umræðu sem orðið hefur um þetta alvarlega mál. Ég endurtek það eitt í þessu sambandi að ég undirstrika að þarna er um ofbeldi að ræða. Ef sá skilningur er ekki fyrir hendi, ef skýra þarf einhver lagaákvæði í þessu sambandi, skal ekki standa á mér í því efni. Ég er tilbúinn að eiga viðræður um það við þá sem hlut eiga að máli.

Ég endurtek að ofbeldi er refsiverður verknaður og ég er reiðubúinn að leggja mitt lóð á vogarskálarnar í þessu efni því að hér er, eins og komið hefur fram, um viðurstyggilegan verknað að ræða.