Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 11:37:53 (4641)

2002-02-14 11:37:53# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[11:37]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst þetta vera dæmigerð spurning frá Vinstri grænum, ,,hvað ef ekki``, því auðvitað vona þeir að ekki verði af þessum mikilvægu áformum sem eru uppi um stóriðjuframkvæmdir. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt að ég hef fulla trú á því að af þessu verði og er þess vegna ekkert að útbúa aðrar tillögur í tengslum við þetta verkefni. Allt bendir til þess að þetta gangi upp og það er aðalatriðið.

Auðvitað eru ýmsar aðrar hugmyndir uppi um atvinnusköpun á landsbyggðinni almennt og við munum ræða þær betur þegar við fjöllum um byggðaáætlun sem er um það bil að koma inn í þingið. Eins og ég segi þá er dæmigert að þetta skuli koma frá Vinstri grænum vegna þess að þeir hafa nefnilega alls engar hugmyndir um hvað landsbyggðin á að taka sér fyrir hendur ef ekki verður af þessu verkefni.