Svar við fyrirspurn

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 13:50:04 (4879)

2002-02-19 13:50:04# 127. lþ. 80.91 fundur 343#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[13:50]

Forseti (Halldór Blöndal):

Út af ummælum hv. þm. þá skil ég vel að honum skuli ekki vera kunnugt um það, þar sem hann er nýkominn á Alþingi, að altítt er að reynt er að skiptast nokkuð á þannig að ekki tali einungis þingmenn úr sama flokki heldur er reynt að hagræða þannig að upp komi þingmenn með mismunandi sjónarmið. Hv. þm. fékk tækifæri til að tala og mér heyrðist honum mælast vel.

Hv. 7. þm. Reykv. óskar að bera af sér sakir.