Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:37:07 (4934)

2002-02-19 18:37:07# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:37]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það breytir samt ekki sögulegum staðreyndum málsins eins og ég kom inn á í málflutningi mínum. Ég vil spyrja hv. þm. hvort hann telji að þetta sé bara spurning um lagasetningu þingsins. Þetta er spurning um heiðarlega framkomu í þessu máli.

Það eru þrír aðilar, samtök sjómanna, útgerðarmenn og þingið sem hafa komið að þessu máli allt frá öndverðu. Mín skoðun er einfaldlega sú að því verði ekki breytt svo vel sé nema allir aðilar komi að undirbúningi þess máls. Einn aðili fer ekki fram með einhliða breytingar á samkomulagi sem verið hefur við lýði í hálfa öld.