Umgengni um nytjastofna sjávar

Mánudaginn 25. febrúar 2002, kl. 15:39:32 (4990)

2002-02-25 15:39:32# 127. lþ. 81.2 fundur 286. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast afla) frv. 13/2002, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 127. lþ.

[15:39]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Fulltrúar Samfylkingarinnar í sjútvn. stóðu að því að afgreiða þetta mál út úr nefndinni, en þó með fyrirvara. Við erum í meginatriðum sátt við þá breytingu sem þarna er verið að gera en höfðum fyrirvara á varðandi ákvæðið sem hér er verið að afgreiða, þ.e. að ráðherra skuli falið að ganga frá reglum varðandi það atriði sem um ræðir.

Ég vildi gera grein fyrir þessu vegna þess að Samfylkingin situr hjá við atkvæðagreiðslu þessa ákvæðis.