Póstþjónusta

Mánudaginn 25. febrúar 2002, kl. 17:16:49 (5013)

2002-02-25 17:16:49# 127. lþ. 81.14 fundur 168. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 19/2002, Frsm. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 127. lþ.

[17:16]

Frsm. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir að koma hingað og skýra nokkur atriði sem hafa verið í umræðunni. Ég vil inna hann eftir því, hæstv. forsætisráðherrann, hvort hann sakni þess ekki eins og ég að hvergi skuli standa orðið pósthús í þessum lagabálki, pósthús sem er búið að vera einkenni fyrir þessa þjónustu í áratugi og má kannski jafnvel rekja í öldum. Pósthús hafa verið fastur og mikilvægur þjónustukjarni í mörgum samfélögum. Ég sakna þess að orðið pósthús skuli ekki koma hér rækilega inn með skilgeindu hlutverki, virðulegi forseti, og inni hæstv. forsrh. eftir því hvað honum finnist um það.