Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 19:30:56 (5191)

2002-02-26 19:30:56# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[19:30]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér hefur verið tjáð að á fimmtudaginn verði umræða um frv. um stjórn fiskveiða. Þar hafa menn a.m.k. 20 mínútur í fyrstu atrennu og síðan ótakmarkaðan tíma við 2. og 3. umr. Ég fer því ekki langt á þessum 40 sekúndum sem ég hef til að svara þessu máli enda óviðkomandi því sem við erum ræða núna nema ég hef lýst því yfir, að ég hélt á mjög skýran hátt, að mesta andbyggðastefna og andbyggðapólitík sem rekin hefur verið á Íslandi á undanförnum árum eru einmitt þessar villukenningar um auðlindaskatt á sjávarútveginn. Það var hörmulegt að heyra hvernig stjórnarandstaðan virðist vera algjörlega heillum horfin, eins og náttúrlega líka stór hluti stjórnarliðsins, að halda að auðlindagjald sé það sem skiptir máli til að lækka laun sjómanna. Auðlindagjaldið er ekki aðalatriðið og skiptir engu máli né heldur hver á þennan veiðirétt. Að við náum árangri í veiðunum er það eina sem skiptir máli.