Sjálfstætt starfandi sálfræðingar

Miðvikudaginn 27. febrúar 2002, kl. 14:34:34 (5278)

2002-02-27 14:34:34# 127. lþ. 84.5 fundur 467. mál: #A sjálfstætt starfandi sálfræðingar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 127. lþ.

[14:34]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn og hæstv. ráðherra fyrir þau svör sem hann gefur og ítreka einungis hér að þjónusta sálfræðinga er þess eðlis að hún kemur til á fyrri stigum veikinda sjúklings, þ.e. áður en sjúklingur er kannski orðinn það veikur að hann þurfi að fara að leita sér aðstoðar geðlækna eða lyfjameðferðar við vandræðum sínum. Þar af leiðandi er þjónusta sem sálfræðingar veita fyrirbyggjandi þjónusta og þess vegna í fullu samræmi við heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Ég fagna því að hæstv. ráðherra skuli lýsa því yfir að hann ætli að beita sér fyrir því að samningum af þessu tagi verði komið á og sömuleiðis vil ég hvetja þingheim til að standa vörð um það að slíkt geti átt sér stað þegar þingið fær til meðferðar fjárlög fyrir næsta fjárhagsár.