Norrænt samstarf 2001

Fimmtudaginn 28. febrúar 2002, kl. 17:27:33 (5408)

2002-02-28 17:27:33# 127. lþ. 85.6 fundur 483. mál: #A norrænt samstarf 2001# skýrsl, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 127. lþ.

[17:27]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það komi mjög til álita, ef af þessari heimsókn verður, að fulltrúar Alþingis verði með í þeirri heimsókn. Ég tel mjög af hinu góða ef slíkt þykir henta að það verði samhæft og sjálfsagt er að ræða það. Hins vegar liggja ekki fyrir neinar ákveðnar dagsetningar. En ég hef lýst yfir vilja mínum að fara sem fyrst. Utanríkisráðherra Ísraels, Simon Peres, bauð mér í opinbera heimsókn með sérstöku bréfi í sumar og var gert ráð fyrir að sú heimsókn ætti sér stað í byrjun september. En ég gat ekki komið því við. Síðan hafa borist boð um að koma til Palestínu. Þetta er því í vinnslu og það mun skýrast á næstunni hvenær af þessu getur orðið.

Ég mun að sjálfsögðu upplýsa utanrmn. um það þannig að hægt verði að ræða hvort áhugi sé fyrir því að einhverjir fulltrúar Alþingis verði með í slíkri för. Það er algjörlega opið af minni hálfu og ég mundi fagna því.