Viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 14:36:21 (6135)

2002-03-13 14:36:21# 127. lþ. 97.2 fundur 590. mál: #A viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar# fsp. (til munnl.) frá forsrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[14:36]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ef til vill er mörgum þessara nefnda ofaukið en ég legg áherslu á að það sýnir nokkuð virkt lýðræði á Íslandi þegar 4.500 manns taka þátt í að móta samfélag sitt og hvað það er mikilvægt að óháð félagasamtök og hagsmunasamtök fái að koma að málum. Þar er náttúrlega valddreifing og fólk hefur þá sannarlega áhrif á samfélagið og á ríkisvaldið.

Í þessari endurskoðun var ekki tekið á því hvaða nefndir eru launaðar og hverjar ekki. Margar af þessum nefndum eru algjörlega ólaunaðar.