Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 14:46:28 (6407)

2002-03-21 14:46:28# 127. lþ. 102.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SJS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[14:46]

Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það vekur athygli mína að hæstv. ráðherra er farin úr salnum og á töflum hér frammi kemur í ljós að hæstv. ráðherra er farin úr húsi. Hæstv. ráðherra hefur farið frá umræðunni um þetta mál.

Hæstv. ráðherra hefur sjálfur lagt á það ofurkapp að þetta mál yrði tekið fyrir og á dagskrá. Það hefur meiri hlutinn gert. Hér hefur verið hafnað óskum tveggja þingflokka um að þetta mál verði ekki tekið fyrir, a.m.k. ekki fyrr en eftir helgi, eftir að ný yfirlýsing Noral-samstarfsaðilanna, sem einu sinni voru.

Með hliðsjón af því, herra forseti, að hæstv. ráðherra hefur lagt slíkt ofurkapp á málið trúir maður því varla að óreyndu að hæstv. ráðherra hverfi svo frá umræðunni um sitt eigið mál. Ég spyr því hæstv. forseta hvort forseta sé kunnugt um það hvar hæstv. ráðherra er og hvort meiningin sé að halda þessari umræðu áfram að ráðherra fjarstaddri. Því mótmæli ég.