Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 21:44:00 (6484)

2002-03-21 21:44:00# 127. lþ. 102.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[21:44]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Stalín er ekki hér, hæstv. forseti. Það er þannig, og ég þarf svo sem ekkert að fara yfir það aftur, að málið hefur verið rannsakað mjög gaumgæfilega, þ.e. hver þessi áhrif eru og farið yfir það aftur og aftur. Það má lesa bæði í skýrslum og í mjög vönduðu nál. hv. iðnn., að þessi áhrif eru jákvæð á efnahagslífið. Menn telja þetta ekki svo stóra innspýtingu að íslenska efnahagslífið ráði ekki við það.

Framkvæmdin er góð. Hún hefur jákvæð áhrif á efnahagslífið og við það situr. Þess vegna eigum við að ljúka þessu máli nú og gera allt sem við getum til að framkvæmdir geti farið sem fyrst af stað.