Úthald hafrannsóknaskipa

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 15:25:56 (6560)

2002-03-25 15:25:56# 127. lþ. 104.1 fundur 428#B úthald hafrannsóknaskipa# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[15:25]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Það er ánægjulegt að heyra að hv. þm. efast ekki um vilja minn eða áhuga á verkefninu. Ég hef enn sem komið er ekki séð neinar tölur um hvað hefur komið inn vegna 5%-reglunnar, en það sama á við um þá fjármuni og aðra sem við höfum til ráðstöfunar að þeim verður ráðstafað eins vel og frekast er kostur.

Það er auðvitað rétt hjá hv. þm. að ef um er að ræða fjárveitingar umfram þær sem ákveðnar hafa verið í fjárlögum, þá á það að koma fram í frv. til fjáraukalaga. En vonandi hefur hann ekki ætlast til að ég færi að tilkynna um einhverjar slíkar fjárveitingabeiðnir í þessari umræðu.