Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:08:43 (6901)

2002-04-04 11:08:43# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:08]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Í þessu máli er fátt eftir annað en taka hina pólitísku ákvörðun. Hv. þm. Vinstri grænna eru annarrar skoðunar. Saga þeirra og afstaða í þessu máli hefur verið mjög breytileg. Til að byrja með var umhverfisþátturinn meginstoðin í andófi þeirra. Síðan hvarf græni liturinn eins og það var hér orðað. Þá réðust þeir á arðsemina og reyndu að gera hana tortryggilega. Það gekk ekki. Þá réðust þeir á byggðaáhrifin og hin þjóðfélagslegu áhrif, reyndu að gera lítið úr þeim, en rökstuðningur þeirra hélt ekki. Voru þá fá strá eftir. En að undanförnu hafa þeir gripið til þess ráðs að nota dylgjur, jafnvel vænt einstaklinga um lygar og nú er hápunkturinn á þessu að koma með frávísun.

Herra forseti. Pólitískur vilji þarf að liggja fyrir og þess vegna á Alþingi að hafa þann metnað að taka afstöðu til málsins. Því er eðlilegt að segja afskaplega skýrt, nei, við þessari frávísunartillögu.