Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:47:14 (7135)

2002-04-08 15:47:14# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:47]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Við Íslendingar verðum að nýta auðlindir okkar til lands og sjávar innan skynsamlegra marka til að auka hagsæld þjóðarinnar á komandi árum. Kárahnjúkavirkjun mun skapa möguleika á mikilli uppbyggingu atvinnulífsins á Austurlandi, uppbyggingu sem getur skapað allt að 1.000 ný störf í þessum landshluta sem hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum.

Nauðsynlegt er að finna sem fyrst aðila sem eru tilbúnir að fjárfesta í iðnaðaruppbyggingu á Austurlandi þannig að Landsvirkjun geti ráðist í framkvæmdir við virkjunina. Gögn sem lögð hafa verið fyrir iðnn. Alþingis sýna að þarna verður um mjög arðsama framkvæmd að ræða.

Kárahnjúkavirkjun er stærsta byggðaaðgerð sem samþykkt hefur verið á Alþingi um langt árabil og á án efa eftir að færa Austfirðingum mikla hagsæld. Ég segi já.