Tækniháskóli Íslands

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 22:08:40 (7222)

2002-04-08 22:08:40# 127. lþ. 114.31 fundur 649. mál: #A Tækniháskóli Íslands# frv. 53/2002, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[22:08]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Rétt er að árétta að á undanförnum árum hefur mikil vinna verið lögð í að gera rekstrarumhverfi skólastofnana sambærilegt milli skóla og innan skólastiga. Það er að vísu flókið verkefni að gera skólana sambærilega í þessum svokölluðu rekstrarlíkönum. En það er afar brýnt verkefni.

Á vissan hátt hefur verið erfitt að gera þetta og það hefur þurft aðlögun. Það er verið að vinna að þessari aðlögun. En í ljósi þessara líkana verða skólarnir smám saman meira og meira samanburðarhæfir og þá eigum við að fá gleggri mynd af því hvaða kröfur við getum gert til reksturs skólanna.