Afbrigði

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 11:05:37 (7250)

2002-04-09 11:05:37# 127. lþ. 115.94 fundur 491#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[11:05]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég hygg að það sé ekki rétt hjá hv. þingmanni að túlkun á þessu ákvæði hafi verið á einn veg. Ég hygg að ég muni það rétt að fordæmi séu fyrir öðru, og kom mér sá skilningur mjög á óvart að það skyldi þurfa að leita samþykkis tveggja þriðju hluta þingsins þegar ég heyrði um hann fyrst. Ég hef athugað þetta gaumgæfilega og í 36. gr. stendur skýrum stöfum:

,,Eigi má, nema með samþykki þingsins, taka frumvarp til umræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því var útbýtt.``

Ég hygg að það megi lengi leita að þeim manni sem skilur þessi ákvæði svo að þau þýði annað en það sem þar stendur.