Húsnæðismál

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 14:39:28 (7288)

2002-04-09 14:39:28# 127. lþ. 115.13 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[14:39]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég nenni að vera með andsvar við hv. þm. en ég verð samt að mótmæla því sem kom fram í ræðu hans áðan, ummælum sem hann viðhafði um hv. þingmenn Samfylkingarinnar, um að þeir væru alltaf í sama gamla farinu. Þetta er alrangt og ég leyfi mér að efast um að hv. þm. hafi t.d. fylgst með þeim ræðum sem voru haldnar hér um þetta mál. Ég get nefnt sem dæmi að ég taldi þær breytingar sem kæmu hér fram nauðsynlegar. Aftur á móti væru þær nokkuð seint fram komnar og of skammt gengið. Síðan spurði ég ýmissa spurninga sem ég er reyndar ekki búin að fá svar við. Ég get ekki séð að það sé að vera ,,í gamla farinu``. Ég mótmæli ummælum hv. þingmanns um ræður hv. þingmanna sem hafa verið hér með málefnalega umræðu. Þó að þeir hafi farið í svolitla söguskoðun er hún nauðsynleg í umræðum sem þessum.