Flugmálaáætlun árið 2002

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 18:41:47 (7345)

2002-04-09 18:41:47# 127. lþ. 115.16 fundur 681. mál: #A flugmálaáætlun árið 2002# þál. 27/127, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[18:41]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Mörgum kann að finnast þessi 15 eða 16 ár sem leyfi fyrir völlinn kveður á um vera stuttur tími. Ég og hæstv. samgrh. erum svo sem ekki ósammála. Ég er sannfærður um að með því að standa vel að málum muni menn átta sig á þeim tækifærum sem völlurinn gefur í framtíðinni. Ég held að með því að gera þetta vel á alla kanta, útbúa vallarstæði vel og vanda frágang frá umhverfissjónarmiðum opni menn augun fyrir ýmsum möguleikum sem menn hafa kannski ekki áttað sig á í dag. Út úr þessari umræðu kemur náttúrlega það að við sem landsbyggðarmenn erum sammála og samstiga í þessu máli þannig að ég þarf svo sem ekki að hafa fleiri orð um þetta mál, virðulegi forseti.