Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 22:42:01 (7398)

2002-04-09 22:42:01# 127. lþ. 115.37 fundur 594. mál: #A Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (viðmiðunarlaun, réttur barna og maka o.fl.) frv. 43/2002, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[22:42]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir enn einu nál. vegna frv. til laga um breyting á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Það frv. sem hér er á ferðinni snýst um að festa í lög ákveðnar venjur sem hafa tíðkast við afgreiðslu mála hjá sjóðnum. Ýmis álitamál hafa komið upp þar sem stjórn sjóðsins hefur sett ákveðnar viðmiðanir um það hvernig með skuli fara. Stjórn sjóðsins telur ástæðu til að lögfesta þessar starfsreglur.

Nefndin hefur farið yfir málið, sent það til umsagnar og fjallað um það töluvert. Komið hefur fram að þetta mál snýr að sumu leyti að kennurum. Bent er á að algengt sé að kennarar taki sér launalaust leyfi sem vari akkúrat tólf mánuði. Það er því rétt að í athugasemdum við frv. hefði orðalagið þurft að vera þannig að ,,að algengt sé að kennarar láti tímabundið af störfum í tólf mánuði.``

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það stendur og tekur undir það þess vegna með stjórn lífeyrissjóðsins að eðlilegt sé að þær viðmiðanir sem hafa verið notaðar í starfi stjórnarinnar verði lögfestar.

Undir þetta nefndarálit ritar öll nefndin.