Bakkaflugvöllur

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 19:07:00 (7690)

2002-04-17 19:07:00# 127. lþ. 121.11 fundur 592. mál: #A Bakkaflugvöllur# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[19:07]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fyrirspyrjanda fyrir að koma með þetta mál hér inn og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt fyrir allar eyjarnar okkar sem eru byggðar að við þær séu góðar samgöngur og maður finnur það á ferðalögum að fyrir fólkið sem þar býr er það lykilatriði. Ég held að við séum öll innstillt á það að slíkar samgöngur á að niðurgreiða í verulegum mæli og eftir því sem mér skilst finnst almenningi í Vestmannaeyjum orðið dýrt t.d. að fara með Herjólfi og ég treysti því að á vegum samgrn. verði unnið að þessum málum í heildstæðri mynd fyrir eyjarnar þannig að vel fari alls staðar og það verði ekki þrándur í götu þess að fólk vilji búa þar framvegis. Það er okkur nauðsyn út frá samfélagslegum sjónarmiðum.