Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 10:51:23 (8127)

2002-04-23 10:51:23# 127. lþ. 126.4 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[10:51]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er mjög þakklátur fyrir ekki bara þá umhyggju sem hv. þm. sýnir Verslunarráðinu heldur mér líka persónulega. Ég verð að segja að þetta verðskuldar vissulega kaffiboð.

Hins vegar er það eins og hv. þm. veit að Verslunarráðið er breið samtök, með nokkur hundruð félaga, og þar eru ýmsar skoðanir í gangi og það verður stundum að taka smátíma að ná saman um skoðanir í þeim félagsskap eins og svo mörgum öðrum. Ég hygg að það þurfi stundum að ræða málin í félagsskap eins og Samfylkingunni jafnvel þótt það séu ekki jafnmargir þingmenn í þeim þingflokki eins og félagar í Verslunarráðinu.