Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:45:59 (8150)

2002-04-23 13:45:59# 127. lþ. 126.2 fundur 670. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (norsk-íslenski síldarstofninn) frv. 50/2002, SvanJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:45]

Svanfríður Jónasdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með þessu frv. er verið að breyta viðmiðunarárum vegna úthlutunar varanlegra aflahlutdeilda úr norsk-íslenska síldarstofninum. Um slíka úthlutun, gjöf ársins segja sumir, hefur sjútvrh. þegar tekið ákvörðun á grundvelli laganna um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Það er hluti af sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar og meiri hlutans á Alþingi.

Samfylkingin hefur ítrekað flutt bæði sjálfstæð þingmál og birt nefndarálit þar sem stefna flokksins varðandi ráðstöfun norsk-íslenska síldarstofnsins kemur skýrt fram. Ákvarðanir sjútvrh. sem ganga í allt aðra átt og lagabreytingar í tengslum við þær eru og verða á ábyrgð ríkisstjórninnar. Samfylkingin mun því sitja hjá við afgreiðslu þessara tillagna eins og áður þegar ríkisstjórnin hefur verið að klastra við sjávarútvegsstefnu sína á Alþingi.