Afgreiðsla mála fyrir þinghlé

Föstudaginn 26. apríl 2002, kl. 10:08:20 (8242)

2002-04-26 10:08:20# 127. lþ. 130.91 fundur 550#B afgreiðsla mála fyrir þinghlé# (aths. um störf þingsins), KHG
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 127. lþ.

[10:08]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég held að ræða hv. þm. Ögmundar Jónassonar hafi borið keim af því að maðurinn hafi kannski ekki vaknað nógu vel í morgun. Mér fannst hann vera dálítið úrillur. Hann var uppi með orð um það að til stæði að valtra yfir stjórnarandstöðuna. Það tel ég vera algjöran misskilning. Það hefur ekki staðið til og ekki verið gert að valtra yfir stjórnarandstöðuna. Hún hefur fengið þann tíma sem hún hefur viljað til að ræða sín mál í ræðustól og ég á ekki von á öðru en að það standi stjórnarandstöðunni áfram til boða ef hún svo kýs.

Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt að menn ræði saman um hvort samkomulag geti náðst um þinglok. Ef það næst ekki þá höldum við bara áfram. Við höfum nógan tíma.