Þjóðhagsstofnun o.fl.

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 14:42:22 (8360)

2002-04-29 14:42:22# 127. lþ. 132.3 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[14:42]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs stóðu að þingmáli sem gerði ráð fyrir vandaðri endurskoðun á starfsemi Þjóðhagsstofnunar. Það þingmál fékk mjög góðar viðtökur hjá umsagnaraðilum en fékkst hins vegar ekki afgreitt út úr efh.- og viðskn. Við svo búið ákváðum við að standa að brtt. ásamt öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem ganga út á tvennt, annars vegar að styrkja Alþingi til upplýsingaöflunar um hagræn efni og hins vegar að sjá til þess að starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar verði tryggð sambærileg störf eins og þeim hafði verið heitið. Við viljum að þessi loforð séu lögbundin. Eitt vil ég segja, herra forseti. Af hálfu þingsins og af hálfu stjórnarandstöðunnar verður fylgst með því hvort starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar verða tryggð sambærileg störf og sérstaklega þeim sem hafa talað máli starfsmanna frammi fyrir þingnefnd.