Samgönguáætlun

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 14:50:56 (8366)

2002-04-29 14:50:56# 127. lþ. 132.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv. 71/2002, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[14:50]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sem eru á frv. til laga um samgönguáætlun, svo sem að tillaga um að tekið skuli fullt tillit í stefnumörkuninni til umhverfismála, byggðamála, öryggismála og fleiri þátta við gerð samgönguáætlunar, hafi verið felld hefur þeirri skoðun verið komið rækilega á framfæri við meðhöndlun þessa frv. að það að vinna samræmt að samgönguáætlun er virkilega og sannarlega spor í rétta átt. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs styðjum frv. þó að við höfum bent á ýmislegt sem betur mætti fara í því.