Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 15:00:00 (8367)

2002-04-29 15:00:00# 127. lþ. 132.15 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[15:00]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál er illa undirbúið innan þingsins, en hvílir án efa í þéttu handsali utan þingsins. Þar horfi ég til hæstv. forsrh. Davíðs Oddssonar. Það er óásættanlegt að Alþingi samþykki ríkisábyrgð upp á 20 þús. millj. kr. án þess að upplýsingar liggi fyrir um skilmálana og eftir að lögum um ríkisábyrgð er vikið til hliðar. Þetta mál er ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum á Alþingi til mikillar vansæmdar.