Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:10:57 (8506)

2002-04-30 11:10:57# 127. lþ. 133.7 fundur 640. mál: #A niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar# (heildarlög) frv. 78/2002, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[11:10]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Þetta mál fjallar ekki um fjármuni og ekki um hversu miklu fjármagni er varið til niðurgreiðslna heldur er verið að skjóta styrkari lagastoð undir framkvæmdina sem slíka. Fram til þessa hefur þetta eingöngu verið samþykkt með fjárlögum hverju sinni. Nú er verið að setja lög um hvernig framkvæmdin skuli vera og þannig verður hún ekki bara á grundvelli vinnureglna í ráðuneytinu. Ég tel þetta mjög mikilvægt mál.