Breyting á frumvarpi um vinnuvernd

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 12:01:43 (8524)

2002-04-30 12:01:43# 127. lþ. 134.93 fundur 564#B breyting á frumvarpi um vinnuvernd# (aths. um störf þingsins), BH
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[12:01]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður sagðist ekki skilja þá umræðu sem hér færi fram. Hún snýst um það, herra forseti, að haft sé í heiðri að vinnuverndarstarf á Íslandi hefur hingað til verið byggt upp á samráði aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda og þeirri löggjöf sem við búum við og þetta snýst um það að því samráði sé haldið áfram og það sé virkt, herra forseti. Hvað sem hv. þm. Ástu Möller kann að finnast um heilsuverndina eins og hún birtist í því frv. sem hér liggur fyrir, þá er um þetta grundvallarágreiningur. Haft var um það samráð, leitað var eftir samráði en ekki var farið eftir því samráði og komið var með óskatillögur ríkisstjórnarinnar sem eru ekki í samræmi við það samráð sem leitað var eftir. Um það snýst málið, herra forseti, hvað sem okkur einstökum hv. þm. kann að finnast um efnisinnihald þeirra lagagreina sem hér liggja fyrir.