Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:13:06 (8795)

2002-05-03 14:13:06# 127. lþ. 137.2 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:13]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Það mál sem við greiðum nú atkvæði um er eitthvert ótrúlegasta mál sem fyrir þingið hefur komið. Þingmenn hafa ekki átt nokkurn möguleika á því að kynna sér málið í þaula og taka um það upplýsta ákvörðun. Hér er því í raun og veru verið að fara út í ákveðið fjárhættuspil sem ég tel mig ekki geta stutt. Ég get aðeins sagt það, virðulegi forseti, að ég sendi þeim góðar óskir sem fá þessa ábyrgð og vona að þetta gangi vel en af siðferðilegum ástæðum, virðulegi forseti, get ég ekki sagt annað en nei.