Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 15:03:54 (8823)

2002-05-03 15:03:54# 127. lþ. 137.11 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[15:03]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um brtt. sem við munum sitja hjá við en varðandi málið í heild sinni munum við greiða atkvæði gegn því.

Núverandi kvótabraskskerfi gengur gegn hagsmunum fólksins í sjávarbyggðunum. Útgerðin ein fær úthlutun á veiðirétti. Sala veiðiréttarins á óveiddum fiski jafngildir sölu á atvinnuréttindum fólks og verðfellir eignir þess. Kvótakerfið er nú stagbætt eina ferðina enn þótt árangur þess sé enginn við uppbyggingu fiskstofna.

Þessi niðurstaða stjórnarflokkanna sem hér mun brátt líta dagsins ljós á Alþingi veldur ósætti með þjóðinni en engri sátt.