Þingmennskuafsal Árna Johnsens og Hjálmars Jónssonar

Mánudaginn 01. október 2001, kl. 14:28:12 (3)

2001-10-01 14:28:12# 127. lþ. 0.91 fundur 33#B þingmennskuafsal Árna Johnsens og Hjálmars Jónssonar#, Aldursforseti PP
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 127. lþ.

[14:28]

Aldursforseti (Páll Pétursson):

Borist hefur svofellt bréf, dagsett 2. ágúst 2001:

,,Herra Halldór Blöndal, forseti Alþingis.

Ég undirritaður segi hér með af mér þingmennsku.

Virðingarfyllst,

Árni Johnsen.``

Samkvæmt þessu bréfi verður Drífa Hjartardóttir 1. þm. Suðurl. en hinn nýi þingmaður, Kjartan Ólafsson, verður 4. þm. Suðurl. Hann hefur undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni. Ég býð Kjartan Ólafsson velkominn til þingstarfa.

Þá hefur borist annað bréf, dagsett 8. september 2001:

,,Alþingi Íslendinga.

Halldór Blöndal forseti.

Ég undirritaður, 1. þm. Norðurl. v., segi hér með af mér þingmennsku. Ástæða þess er sú að ég hef tekið við embætti dómkirkjuprests og mun helga mig því fyrst og fremst.

Ég var kjörinn þingmaður 8. apríl 1995 en sat á þingum sem varamaður frá árinu 1991. Ég þakka þann trúnað sem mér hefur verið sýndur í störfum og þjónustu sem þingmanni og óska hinu háa Alþingi, alþingismönnum og starfsliði öllu velfarnaðar í bráð og lengd.

Hjálmar Jónsson.``

Samkvæmt þessu bréfi verður Vilhjálmur Egilsson 1. þm. Norðurl. v. en hinn nýi þingmaður, Sigríður Ingvarsdóttir, verður 4. þm. Norðurl. v. Hún hefur undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni. Ég býð Sigríði Ingvarsdóttur velkomna til þingstarfa.