Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 19:27:47 (247)

2001-10-08 19:27:47# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[19:27]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Eins og fram kemur í grg. með frv. þá var verið að reyna að leita sátta. Ég held að hv. þm. Jóhann Ársælsson neiti því ekki að af hálfu nefndarmanna úr meiri hlutanum hafi það verið gert. En eins og fram kemur segir þar einnig að Samfylkingin mundi aldrei samþykkja tiltekna hluti sem fólgnir voru í þeirri tillögu. Ég sé því ekki annað en höfnunin í samkomulagsvinnunni hafi komið frá hv. fulltrúa Samfylkingarinnar, Jóhanni Ársælssyni.