Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 09. október 2001, kl. 15:40:07 (289)

2001-10-09 15:40:07# 127. lþ. 6.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv., ÖHJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 127. lþ.

[15:40]

Örlygur Hnefill Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það er gott mál og göfugt, eins og hv. 12. þm. Reykv. benti á í máli sínu, að laða hingað fyrirtæki og þá jafnframt að styrkja þau fyrirtæki sem fyrir eru í landinu.

En ég vil benda hv. 12. þm. Reykv. og hæstv. fjmrh. á að miklu skiptir að þau fyrirtæki geti jafnt átt heimilisfesti á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og skapað þar atvinnu. Þetta verður að skoða við meðferð þessa frv., m.a. með tilliti til tryggingagjalds eins og formaður Samfylkingarinnar benti á fyrr í dag í ræðu sinni um þetta frv.

Ég vil því spyrja 12. þm. Reykv.: Er hann ekki sammála mér um að skilyrði fyrirtækjanna verði gerð jafngóð á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og að það sé réttlætismál?