Orkukostnaður lögbýla

Miðvikudaginn 10. október 2001, kl. 15:18:31 (379)

2001-10-10 15:18:31# 127. lþ. 8.4 fundur 105. mál: #A orkukostnaður lögbýla# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 127. lþ.

[15:18]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég tel að um mikið réttlætismál sé að ræða að þeir sem eiga engan kost annan en þann að kynda með olíu fái aðstoð við að halda þeirri kyndingu gangandi. Við sem höfum búið við það fyrirkomulag að kynda með olíu vitum hve dýrt það er rekstrarlega séð varðandi olíuna sjálfa og eins rekstrarskostnaðinn við olíukyndingar yfirleitt. Þetta er mjög óþægilegur kyndingarmáti sem getur verið mjög erfiður fyrir fólk að búa við.

Ég fagna því að hæstv. iðnrh. hefur ýtt á störf nefndar sem mun skila áliti um að þessir aðilar allir fái einhverja úrlausn og þar með verði málið leyst.