Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 14:47:14 (675)

2001-10-17 14:47:14# 127. lþ. 13.4 fundur 63. mál: #A Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins# fsp. (til munnl.) frá félmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 127. lþ.

[14:47]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta var ágætisyfirferð hjá hæstv. ráðherra og yfir sögu þessarar stofnunar. En ég hefði gjarnan viljað að tíminn væri frekar notaður til að svara þeim spurningum sem hér voru lagðar fram og þá fyrst og fremst síðustu spurningunni: Hver eru áform um úrbætur í rekstri þessarar stofnunar?

Ef skoðuð eru fjárlög, ef skoðaður er ríkisreikningur og ef skoðaðir eru verkefnavísar ríkisins þá get ég ekki séð að ráðuneytið mæti þeirri þörf sem þarna er á nokkurn hátt.