Endurgreiðsla virðisaukaskatts

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 15:11:53 (687)

2001-10-17 15:11:53# 127. lþ. 13.6 fundur 84. mál: #A endurgreiðsla virðisaukaskatts# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 127. lþ.

[15:11]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur fyrir þessa fyrirspurn sem varðar í raun almannahag. Ég tel nauðsyn á að færa þessi mál að mestu leyti til fyrra horfs, þ.e. að viðhaldsvinna, nýbygging og endurbygging húsnæðis verði að hluta frádráttarbær frá skatti.

Ég tel einnig að þessi breyting muni leiða til betri skattskila og ekki síst hafa áhrif til hins betra í viðhaldi fasteigna.

Ég þakka auðvitað fyrir svar hæstv. ráðherra en hvet til þess að þetta verði gert hið fyrsta, klárað með frv. fyrir áramót þannig að menn viti að hverju þeir ganga varðandi húsbyggingar, viðhald og frádrátt þeirrar vinnu frá skatti.