Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 12:04:41 (1091)

2001-11-02 12:04:41# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[12:04]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst hv. þm. í raun vera að undirstrika það sem ég var að segja, að það eru nú ekki mjög nákvæm vísindi á bak við þessa niðurstöðu. Það er full ástæða til þess að fara vandlega yfir það hvernig helst er hægt að hafa eitthvert réttlæti milli þeirra sem stunda þessa atvinnu. Mér finnst alls ekki einboðið að það réttlæti náist með því að taka síðasta fiskveiðiár og nota það eingöngu til þess að ákveða þessa hluti.

Ég ætla hins vegar ekki að fullyrða það eða koma með tillögu um það hvaða ár eigi að nota núna. Mér finnst að sjávarútvegsnefndin þurfi að gefa sér tíma til að fara yfir það. Ég vildi bara setja þennan fyrirvara við það sem kemur fram í frv. vegna þess að mér finnst að til þess sé full ástæða og tel mig vera búinn að rökstyðja það.